Efling vitsmuna

Eitt af því sem LífsGæði bjóða upp á er Efling vitsmuna, kennsluaðferð sem byggð er á þriggja áratuga rannsóknum Dr. Reuven Feuerstein, Instrumental Enrichment. Aðferðin er einstaklingsmiðuð og byggir á því að þroska og virkja hugsanaferli fyrir þá sem hafa átt við lærdómsörðugleika að stríða. Námskeiðið Efling vitsmuna hefur verið kennt í litlum hópum, en einnig hefur aðferðinni verið beitt í einstaklingsmeðferð.

Elizabeth (Betsy) Aikins hjúkrunarfræðingur og sérkennari hefur sérhæft sig í aðferðinni og stendur fyrir kennslu og meðferð í Eflingu vitsmuna hjá LífsGæðum.